Vel heppnaður haustfagnaður

20.10.2013 10:04

Fólk skemmti sér vel á haustfagnaði á spænskum dögum. Fagnaðurinn hófst með hátíðarkvöldverði þar sem borið var fram steikt lambafille með kanarískum kartöflum, grænmeti og rósmarínsósu. Í eftirrétt var crema catalana, kaffi og konfekt. 200 manns voru í mat og fær Sóltúns eldhúsið fyrstu einkunn fyrir frammistöðu sína. Tónleikar voru í salnum á eftir þar sem Tríó Björns Thoroddsens spilaði þekkt spænsk dægurlög. Auk Björns skipuðu þeir Jón Rafnsson bassi og Bjarni Arason söngvari tríóið. Fólk naut tónleikanna og kvöldsins. Á spænsku dögunum var húsið allt skreytt og skemmti fólk sér við að fara um og skoða skreytingarnar og rifja upp endurminningar um Spánarferðir.

til baka

Myndir með frétt