Samið um tryggingar við VÍS

24.06.2013 13:07

Sóltún hefur samið við VÍS að tryggja starfsemi Sóltúns. „Við erum afskaplega ánægð með tilboðið sem VÍS gerði okkur og vorum ekki í nokkrum vafa að söðla um. Forvarnaáherslur VÍS falla sérlega vel að starfseminni hér enda markmiðið að veita íbúum bestu hjúkrun og þjónustu sem völ er á hverju sinni,“ segir Anna Birna Jensdóttir framkvæmdastjóri. Auður Björk Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs VÍS segir ánægjulegt að fá Öldung í viðskipti. „Starfsemin í Sóltúni er til mikillar fyrirmyndar. Við leggjum ríka áherslu á hvers kyns forvarnir með fyrirtækjum og stofnunum sem tryggja hjá okkur. Forvarnarstarfið í Sóltúni er eins og best verður á kosið og við hlökkum til frekara samstarfs.“

til baka