Úrslitin í blómagátuleiknum

19.06.2013 10:33

Úrslit voru nýlega kynnt í blómagátuleiknum sem staðið hefur yfir í maí og apríl. Tvisvar í viku var send út mynd af blómi með vísbendingum um heiti þess og átti að skrifa nafnið á blóminu á miða og setja í tilheyrandi kassa. Sendar voru út fimmtán myndir. 1.hæð BC sigraði keppnina en þau tóku þátt í hverjum leik og sendu inn 14 rétt svör og 1 rangt. Mikill metnaður var þar í gangi því þau sendu einnig inn latneska heitið á hverri plöntu. 1.hæð DE var í öðru sæti sem svöruðu 12 sinnum, þar af 1 rangt svar. Næstir komu 3.hæð DE sem svöruðu 5 sinnum, þar af 2 röng svör. Þá kom 3.hæð BC sem svaraði 4 sinnum, þar af 1 rangt svar. 2.hæð BC svaraði 2 sinnum og bæði rétt. Að lokum var það 2.hæð DE sem svaraði aldrei. Veitt voru vegleg verðlaun fyrir tvö efstu sætin og tóku þær Marta Jónsdóttir og Pálína Skjaldardóttir á móti þeim fyrir 1.hæð.

til baka