Glæsilegir tónleikar frá krökkunum í Rudolf Steinerskólanum í Bergen
Nemendahópur frá Rudolf Steinerskolen í Bergen gladdi okkur með tónleikum í salnum þriðjudaginn 11. júní kl. 14.00. Þetta voru 16 nemendur á aldrinum 10-18 ára sem spiluðu á fiðlu og selló. Kammerhópur og yngri hópur. Þau spiluðu norska tónlist eftir Grieg o.fl. Tónleikarnir voru yndislegir, einn nemandinn talaði íslensku og þýddi kynningu stjórnandans á verkunum sem spiluð voru.
til baka