Sigurvegarar í innanhússkeppni Hjólað í vinnuna

13.06.2013 09:42

Þokkalegasta þátttaka var í hjólað í vinnuna en þar var keppt um fjölda daga, fjögur lið kepptu. Sigurliðið kom af þriðju hæð og kallaði sig Sykurpúðana. Liðið var skipað sjö starfsmönnum með Jóhönnu Sævarsdóttur sem liðsstjóra og hjóluðu þær í 51 dag. Sigurliðið fékk yndisfagrar rósir í verðlaun og tóku tveir fulltrúar þeirra þær Dagný Elva Þorsteinsdóttir og Aldís Gunnarsdóttir á móti þeim á starfsmannafundi 30. maí fyrir hönd hópsins.

til baka