Skemmtilegt kvennahlaup

05.06.2013 13:22

Kvennahlaup ÍSÍ fór fram í Sóltúni 5.júní. Til stóð að fara degi fyrr en vegna veðurs var því frestað um einn dag. Veðurútlit var þokkalegt og ákveðið að láta það ekki stoppa sig frekar. Það reyndist góð ákvörðun því að þó að sólin léti lítið sjá sig að þá var þurrt og vindurinn hlýr. Margar konur keyptu bol og fengu verðlaunapening frá Jóni djákna og Haraldi. Öllum var boðið upp á hressandi drykk að hlaupi loknu. Heiða starfsmaður á 1.hæð kom með gítar og spilaði undir söng fyrir og eftir hlaupið. Karlarnir mættu í anddyrið og fögnuðu konunum og tóku undir í söngnum.

til baka

Myndir með frétt