Sóltún kynnir árangur af gæðastarfi á alþjóðlegri ráðstefnu

03.05.2013 12:47

Sóltún kynnti árangur sinn í gæðastarfi á alþjóðlegri ráðstefnu the International Forum on Quality and Safety in Healthcare. Ráðstefnuhaldarar voru IHI Institute for Healthcare Improvement and BMJ, ExCel, London 17.-19. april 2013. Alls bárust 220 veggspjaldakynningar og komust aðeins 120 að, þar á meðal kynning Sóltúns ,,Improving the quality of care of nursing home residents". Höfundar: Anna Birna Jensdóttir, Júlíana Sigurveig Guðjónsdóttir, Guðrún Björg Guðmundsdóttir og Marta Jónsdóttir. Uppselt var á ráðstefnuna, en hana sóttu 3300 manns. Fjölmargir áhugaverðir fyrirlestrar og kynningar voru á ráðstefnunni sem fjölluðu allar um gæðaumbótastarf, gæðastjórnun og sjúklingaöryggi. Mikið var rætt um hvernig bæta má gæði heilbrigðisþjónustunnar og draga úr hvers kyns sóun.

til baka

Myndir með frétt