Heimsókn frá Vogaskóla

12.04.2013 10:51

Þær voru sem vorboðinn ljúfi stúlkurnar, sem mynduðu kór Vogaskóla hér í Sóltúni fimmtudaginn 11. apríl. Það er yndislegt að eiga slíka vini sem Vogaskóli hefur verið okkur í gegnum árin. Á hverju vori kemur kór frá skólanum undir stjórn Ágústu Jónsdóttur tónlistarkennara og tekur þátt í samverustund með djákna heimilisins. Söngur þeirra og framkoma öll heilluðu áheyrendur. Það er greinilegt að þarna eru á ferðinni góðir listamenn undir leiðsögn hæfs kennara. Stundin samanstóð af söng og lestri fallegrar og lærdómsríkrar sögu, sem Guðrún Hrönn Jónsdóttir djáknanemi las að þessu sinni. Góður rómur var gerður af stundinni. Eru hér færðar alúðar þakkir til allra er komu að undirbúningi og framkvæmd stundarinnar.

til baka

Myndir með frétt