Blómagátuleikurinn

02.04.2013 09:00

Á tveimur næstu vormánuðum, apríl og maí, verður gátuleikur í boði fyrir íbúa, aðstandendur og starfsfólk. Leikurinn fer þannig fram að spurningar um íslenskar blómjurtir eru framsettar í dagstofum íbúðakjarna. Menn skrifa svarmiða og setja í hugmynda póstkassann. Á mánudags- og fimmtudagsmorgnum eru póstkassar tæmdir, nýtt blóm framsett í dagstofum ásamt réttu svari við fyrra blómið. Í lokin verða veitt verðlaun fyrir flest flestar réttar gátulausnir. Umsjón með leiknum hefur Hildur Þráinsdóttir iðjuþjálfi.

til baka