Ljóskurnar og Fiðrildin sigruðu í innanhúskeppni Lífshlaupsins
.jpg?proc=Mynd+%c3%a1+undirs%c3%ad%c3%b0u)
Starfsfólk Sóltúns tók þátt í Lífshlaupsverkefni ÍSÍ í ár eins og undanfarin ár. Mjög góð þátttaka var í keppninni. 84 starfsmenn af 210 tóku þátt í 9 liðum og hreyfðu sig að meðaltali í 21 klst þær þrjár vikur sem keppnin stóð yfir. Keppt var bæði innanhúss og við önnur fyrirtæki í sama stærðarflokk. Sóltún varð í 6. sæti af 36 fyrirtækjum í sínum stærðarflokki. Innanhússkeppnin var feyki spennandi og endaði þannig að Ljóskurnar sem er starfsfólk af 1.hæð bc unnu þegar horft er á fjölda mínútna með alls 14.611 mínútur og Fiðrildin sem koma frá 2.hæð de unnu þegar horft er á fjölda daga með 196 daga. Veittir eru farandbikarar fyrir þessa sigra og voru þeir afhendir á föstudaginn. Auk þes fékk hver liðsmaður sippuband og Sóltúnsbuff. Á myndinni sést hluti af keppendunum taka á móti verðlaununum. Við óskum starfsfólkinu til hamingju með árangurinn. Heilsueflinganefndin
til baka