Góugleðin vel heppnuð

Íbúar Sóltúns, ættingjar og starfsfólk skemmti sér vel á góugleðinni. Þema var hattar, slæður og höfuðskraut. Fólk kom saman í miðrými hússins þar sem nemendur á matartæknabraut Menntaskólans í Kópavogi buðu uppá Vor í glasi og fjölbreytta smárétti í forrétt. Síðan hófst borðhaldið og voru um 190 manns í mat. Á matseðilnum var steikt lambafille með hallelbach kartöfum og brenaisesósu. Eftirrétturinn frönsk súkkulaðiterta með Grand mariner ávöxtum og þeyttum rjóma fór vel með kaffinu. Frábærir tónleikar voru síðan í samkomusalnum þar sem hjónin Ellen Kristjánsdóttir söngkona og Eyþór Gunnarsson píanóleikari fluttu gesti inn í töfraveröld ljúfra tóna og hugljúfra söngva.
til baka