Samstarfs eldhúss Sóltúns og matartæknabraut Menntaskólans í Kópavogi
.jpg?proc=Mynd+%c3%a1+undirs%c3%ad%c3%b0u)
Miðvikudaginn 13.mars og fimmtudaginn 14.mars munu nemendur af matartæknabraut framleiða og framreiða kvöldverði í samvinnu við starfsfólk eldhúss Sóltúns. Nemendur eru á lokaönn í matartæknanáminu og er þetta liður í því að æfa nemendur við raunverulegar aðstæður. Guðný Jónsdóttir næringarrekstrarfræðingur Sóltúns og Margrét Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri sjá um skipulagið ásamt nemendum. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt verkefni er reynt og bindum við miklar vonir við að það takist vel.
til baka