Samstarfs eldhúss Sóltúns og matartæknabraut Menntaskólans í Kópavogi

12.03.2013 13:17

Miðvikudaginn 13.mars og fimmtudaginn 14.mars munu nemendur af matartæknabraut framleiða og framreiða kvöldverði í samvinnu við starfsfólk eldhúss Sóltúns. Nemendur eru á lokaönn í matartæknanáminu og er þetta liður í því að æfa nemendur við raunverulegar aðstæður. Guðný Jónsdóttir næringarrekstrarfræðingur Sóltúns og Margrét Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri sjá um skipulagið ásamt nemendum. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt verkefni er reynt og bindum við miklar vonir við að það takist vel.

til baka

Myndir með frétt