Lið íbúa sigrar lið starfsfólk í bocciakeppni
.jpg?proc=Mynd+%c3%a1+undirs%c3%ad%c3%b0u)
Í tilefni af heilsuvorinu hefur heilsueflingarnefnd starfsfólks ákveðið að hafa Sóltúnsleika sem byrja á bocciakeppni, þá pútt og síðast keila . Nú liggur ljóst fyrir niðurstöður bocciakeppninnar sem fram fór í salnum sl.miðvikudag 6.mars. Mótið var skipulagt þannig að hver hæð eða starfseining sendir eitt lið til keppninnar, samtals 4 lið. En þar sem ekki náðist að mynda lið 1.hæðar hljóp boccialið íbúa í skarðið. Í fyrstu umferð vann 3ja hæð stoðdeildina með 5 stigum gegn 3. Annarri umferð lauk með sigri íbúa eftir heita keppni við 2.hæð með 8 stigum gegn 3. Úrslitaviðureignin fór fram milli 3ju hæðar og íbúaliðsins. Hörð keppni var háð milli liðanna þar sem umferðinni lauk með jafntefli svo grípa varð til bráðabana þar sem íbúar sigruðu að lokum með 5 stig gegn 4. Sigurliðinu var ákaft fagnað og mun verðlaunaafhending fara fram síðar.
til baka