Sóltúnsleikarnir 2013
03.03.2013 21:38Í tilefni af heilsuvorinu hefur heilsueflingarnefnd starfsfólks ákveðið að hafa Sóltúnsleika í marsmánuði. Hugmyndin er að hver hæð eða starfseining sendir eitt lið til keppninnar. Liðið getur verið mismunandi skipað allt eftir áhuga keppenda. Þannig ná líka fleiri að taka þátt. Ef fleiri hafa áhuga þá fjölgum við liðunum. Lið íbúa er velkomið að senda lið í leikina og skora á starfsfólk. Verðlaun eru í boði. Keppt verður í þremur greinum: 5.mars kl. 15.45 - 17 Boccia í salnum Dómari og stigaverðir Hildur og Guðrún. Þrír leikmenn keppa í liði og tekur hver leikur um 20 mín, stigahæstu liðin leika síðan til úrslita. 19.mars kl. 15.45-17 Innanhúss pútti í salnum Dómarar Guðný og Guðrún Björg. Skráð er skor hjá öllum í liðinu og besta skor liðs vinnur. 27.mars kl. 16.30 -18.30 í Keiluhöllinni Lið með hæsta skor vinnur. Skráning fer fram hjá hjúkrunarstjóra hverrar hæðar og hjá Guðnýju. Heilsueflingarnefndin
til baka