Leiksýningin Ráðabrugg

26.02.2013 13:18

Þann 21.febrúar síðastliðinn fóru samtals 18 manns (þar af 11 íbúar) úr Sóltúni í Iðnó til að sjá leiksýningu með leikhópnum Snúði og Snældu – Félagi eldri borgara. Dagskráin innihélt leikritið Ráðabruggið og nokkra gamanþætti þar sem stiklað var á milli söngatriða, þar sem gestum bauðst að taka hraustlega undir í söngnum. Verkinu, sem var um 80 mínútur í flutningi, var gerður góður rómur. Á leiðinni heim rifjuðu menn upp margar góðar minningastundir frá Iðnó og umhverfi tjarnarinnar.

til baka