Vel heppnað þorrablót

05.02.2013 09:57

Íbúar Sóltúns buðu 72 ættingjum sínum til þorrablótsveislu þann 31. janúar. Yfir 190 manns að starfsfólki meðtöldu gæddu sér á afar góðum þorramat frá Sláturfélagi Suðurlands. Hjúkrunarstjórar buðu uppá hákarl og brennivín og ekki þótti síðra að kjammsa á sviðakjömmum og borða súran hval. Með minni karla og kvenna fóru þau Jón Jóhannsson djákni og Guðrún Björg Guðmundsdóttir gæðastjóri. Ragnar Bjarnason sló í gegn með söng og gamanmáli. Með honum voru hinir frábæru tónlistarmenn Björn Thoroddsen sem lék á gítar og Jón Rafnsson á bassa. Blótstjóri var Júlíana Sigurveig Guðjónsdóttir hjúkrunarstjóri.

til baka

Myndir með frétt