Mikilvægi forvarna þegar pestir ganga
25.01.2013 15:36Vegna mikilla sýkinga í samfélaginu af völdum flensu- og nóróveiru, vill sýkingavarnanefnd Sóltúns minna eindregið á mikilvægi handþvottar og biðja ættingja og vini að bíða með að koma í heimsókn ef viðkomandi er með kvef, hósta, niðurgang eða uppköst.
-
Upplýsingar um Nóróveirur
Veiran er bráðsmitandi og berst auðveldlega manna á milli. Hópsýkingar á sjúkrahúsum og öðrum meðferðar- og umönnunarstofnunum geta verið alvarlegt vandamál þegar þær koma upp og því er mjög mikilvægt að reyna að hindra útbreiðslu veirunnar.
Meðgöngutími sýkingarinnar, þ.e. tími frá smiti til einkenna, er einn til tveir sólarhringar.
Einkenni
Algengustu einkennin eru niðurgangur og/eða uppköst sem fylgt geta kviðverkir, beinverkir, höfuðverkur og stundum vægur hiti. Sjúkdómurinn gengur í langflestum tilfellum yfir á einum til þremur sólarhringum án nokkurrar meðferðar.
Smitleiðir
Smitleiðir eru margar og getur veiran smitast beint manna á milli við snertingu en einnig benda líkur til að smitið geti verið loftborið. Uppköst eru bráðsmitandi og eru dæmi þess að veiran hafi borist í loftinu til fólks í nánasta umhverfi. Önnur algeng smitleið er með fæðu og vatni og er mengun matvæla frá sýktum einstaklingum algeng smitleið.
Forvarnir
Einstaklingar með nóróveirusýkingu eru smitandi meðan á veikindum stendur en eru í flestum tilfellum lausir við smit tveimur til þremur sólarhringum eftir veikindin.
Sýkingavarnarnefnd.
til baka