Bæjarferð á ljósmyndasýningu
04.01.2013 15:55Nokkur hópur íbúa, aðstandenda og starfsmanna (12 manns) nýttu hlýindin í gær til bæjarferðar og sáu ljósmyndasýningu Mats Wibe Lund sem haldin er þessa dagana á 6.hæð í Grófarhúsinu við Tryggvagötu. Á sýningunni er sjónum beint að því sem Mads myndaði á árunum 1956 – 1978, af því sem fyrir augu hans bar og vakti forvitni hans á ferðalögum sínum um landið. Mads hitti Sóltúnshópinn á staðnum og upplýsti hann um myndefni og margt fleira forvitnilegt. Íbúar nutu ferðarinnar og ekki síst þess að ræða við Mads um sína heimahaga og sameiginlega kunningja. Mads er okkur að góðu kunnur fyrir loftljósmyndir sínar af landslagi og átthögum. Við þökkum honum móttökurnar og hlökkum til að hitta hann aftur.
til baka