Fé – lagaferð í Seðlabankann

09.11.2012 12:36

Nokkrir félagar úr Herrahópi Sóltúns fóru í heimsókn í Seðlabankann sl.miðvikudag til að skoða myntsafn Seðlabankans og Þjóðmynjasafns Íslands, ásamt sýningu á minnispeningum og munum úr eigu Dr.Kristjáns Eldjárns fyrrverandi forseta Íslands. Stefán Jóhann Stefánsson og Anton Holt tóku á móti hópnum og sá síðarnefndi rakti söguna og kynnti sýninguna á fróðlegan og lifandi hátt. Að lokum þáðum við kaffiveitingar í boði Seðlabankans. Ánægjuleg og fræðandi ferð og er þakkað fyrir höfðinglegar móttökur.

til baka