Júlíkvartettinn með glæsilega tónleika

19.10.2012 12:02

Það voru yndislegir tónar sem léku um húsið þegar Júlíkvartettinn, sem samanstendur af 4 strengjahljóðfæraleikurum ásamt söngkonunni Þórunni Völu Valdimarsdóttur, fluttu okkur tónlist úr ýmsum áttum meðal annars ítalska, þýska og íslenska. Íslensk sönglagasyrpa var leikin og áheyrendur tóku vel undir í söng sem og í valsasyrpu. Hinir fögru tónar strengja og söngs voru yndislegir og snertu hjörtu okkar er á hlýddu um leið og þeir mynduðu eins og heildrænt listaverk með sólinni og hinni tæru birtu sem geislað hefur inn um gluggana í dag. Bestu þakkir fyrir yndislega heimsókn.

null

til baka