Frábær haustfagnaður

19.10.2012 12:06

Aðsóknarmet var slegið á haustfagnaði íbúa í Sóltúni í gær. Yfir 200 manns sátu hátíðakvöldverð þar sem boðið var uppá steikt lambafille með villibráðasósu, krydduðum kartöflum, grænmeti og haustsalati. Í eftirrétt var síðan heit súkkulaðiterta með grand marinerðuðum ávöxtum og vanilluís. Eftir kvöldverðinn voru tónleikar í samkomusal og var troðfullt út að dyrum. Tríó Helenu Eyjólfsdóttur söngkonu skemmti og voru gestir yfir sig ánægðir. Í tríóinu auk hennar voru Gunnar Gunnarsson píanóleikari og Jón Rafnsson bassaleikari.

null

til baka