Heimsókn frá Orkeröd hjúkrunarheimilinu í Noregi

17.10.2012 10:03

Starfsmannahópur frá Orkeröd hjúkrunarheimilinu í Moss í Noregi kom í námsheimsókn til Sóltúns 15. október. Þær höfðu sérstakan áhuga á að kynna sér hjúkrun íbúa með heilabilun, mönnun, skipulag og verkferla. Hvernig tekist er á við atferlisvandamál og ógnanir. Hvernig ábyrgð er útdeilt meðal starfsmanna og hvernig unnið er að gæðaúrbótum. Norðmennirnir voru ánægðir með heimsóknina og færðu heimilinu að gjöf þessa fallegu bangsa og norskt súkkulaði. Súkkulaðið verður notað í bingóvinninga.

til baka

Myndir með frétt