Ellefta árshátíð starfsfólks vel heppnuð

15.10.2012 19:26

Starfsfólk og makar þeirra skemmtu sér vel á árshátíð starfsmannafélagsins sem haldin var á Icelandairhótel Natura Reykjavík þann 13.október síðastliðinn. Veislan hófst með fordrykk og síðan framreiddi starfsfólk hótelsins frábæran þriggja rétta kvöldverð sem samanstóð af humarsúpu, lambahrygg og volgri súkkulaðiköku með tilheyrandi ljúfum veigum. Veislustjórinn Karl Örvarsson fór á kostum með allskyns gríni og eftirhermum. Sýnt var heimatilbúið grínmyndband og farið var í samkvæmisleiki og skemmti fólk sér hið besta. Um dansstuðið sáu þau Sigga Beinteins og Grétar Örvarsson. Happadrættisvinningarnir slógu í gegn að vanda. Stjórn Öldungs sá um alla skipulagningu og framkvæmd í góðri og skemmtilegri samvinnu við stjórn starfsmannafélagsins.

til baka