Sóltún semur um samgöngukort við Strætó

08.10.2012 14:35

Í samræmi við samgöngustefnu Sóltúns hefur hjúkrunarheimilið gert samning við Strætó bs. Þar bætist Sóltún í hóp þeirra fyrirtækja sem leggja sitt af mörkum við að bæta borgarsamfélagið, létta á umferð og draga úr megnun. Í samningnum er umhverfisvernd sýnd í verki og starfsfólki Sóltúns sem gengur frá samgöngusamningi gert kleift að kaupa strætókort á góðum kjörum. Ásmundur K. Ólafsson kynnti nýjungar í þjónustu Strætó á starfsfólksfundi í Sóltúni þann 25. september.

til baka