Ökuferð til að njóta haustlitanna

26.09.2012 09:32

Við gripum tækifærið og fórum í formiddagsbíltúr á Sóltúnsbílnum í góða veðrinu í gær, átta íbúar og tveir starfsmenn. Sólin skein glatt og náttúran skartaði sínum fegustu haustlitum, hvert sem litið var. Við höfðum frétt af litadýrð trjágróðurs við Bæjarbraut í Garðabæ og urðum ekki fyrir vonbrigðum. Þaðan var ekið að Vífilsstöðum, að Elliðavatni um nýja byggð í Kópavogi og áfram að Rauðavatni. Þá var stefna tekin að Korpúlfsstöðum, meðfram sjávarsíðunni við Geldingarnes, Geirsnef og þaðan óku glaðir íbúar og starfsmenn heim í hádegismat.

til baka