Fyrsta tónleikaferðin úti í bæ
25.09.2012 12:30Fyrsta tónleikaferð haustsins var farin að Kjarvalsstöðum síðast liðinn mánudag í dásamlega fallegu haustveðri. Þar nutu 6 íbúar og 3 starfsmenn Sóltúns Töframáttar tónlistar, sem er tónleikaröð nú starfandi sinn sjöunda starfsvetur undir stjórn Gunnars Kvaran og Hildar Jóhannesdóttur. Á þessum tónleikum fluttu hjónin Guðrún Sigríður Birgisdóttir og Martial Nardau bæði flautuleikarar og Peter Máté píanóleikari vandaða tónleikadagskrá. Þessi tónleikaröð er ómissandi hluti vetrargleðinnar í félagsstarfi okkar og þökkum við innilega fyrir það tækifæri.
til baka