Alþjóðlegi Alzheimersdagurinn

21.09.2012 11:36

Árlega er alþjóðlega Alzheimersdagsins minnst um heim allan 21. september. Félag aðstandenda alzheimersjúklinga mun að vanda standa fyrir málstofu í tilefni dagsins og er umfjöllunarefnið í ár "Hjúkrunarheimili framtíðarinnar, hvernig þau munu þróast og hvaða áherslur ber að leggja í þeim efnum." Framsögumenn eru Anna Birna Jensdóttir hjúkrunarforstjóri í Sóltúni, Ragnheiður Stephensen formaður félags eldri borgara í Mosfellsbæ, sr. Sigurður Jónsson sóknarprestur Ásprestakalls, Pétur Magnússon forstjóri hrafnistu og Þorsteinn Guðmundsson leikari. Staður og stund: Grand Hótel - Gullteigur B- föstudagurinn 21. september kl 17:00-19:00.

til baka