Góð uppskera
.jpg?proc=Mynd+%c3%a1+undirs%c3%ad%c3%b0u)
Gróðurhópur Sóltúns með aðstoð starfmanna og jafnvel barna úr skólum eða leikskólum í hverfinu setja niður á hverju vori kartöflur, mismunandi grænmeti og kryddjurtir ýmiskonar í matjuurtagarða Sóltúns. Í sumar hefur eldhús Sóltúns nýtt sér kryddjurtir úr garðinum. Mikil og góð uppskera hefur verið í kryddjurtum og grænmeti sem íbúar og starfsmenn hafa notið. Í septemberbyrjun voru teknar upp kartöflur sem dugðu í tvo málsverði með stuttu millibili. Starfsmenn iðjuþjálfunar, eldhúss og íbúar og starfsmenn sambýlanna hjálpuðust að við að taka upp kartöflur og grænmeti. Nýju kartöfurnar þykja mikið lostæti og þeim gerð góð skil. Nýjar gulrætur voru sendar á öll sambýli og síðan var nóg af gulrótum og rófum fyrir eina máltíð af kjötsúpa. Á næstunni verður seinni skammturinn af kartöflum tekinn upp og þá fá íbúar aftur að njóta nýrra kartaflna. Uppskera sumarsins hefur verið mjög góð og fullnýtt í eldhúsinu.
til baka