Gæs bar að garði

07.09.2012 13:09

Sóltún laðar að sér dýr þó svo að heimilið kenni sig ekki við EDEN hugmyndafræðina. Sóltúnsmódelið byggir á mun viðameiri hugmyndafræði. Dag einn bar að garði gæs, hún gerði sig heimakomna og fór inn í anddyrið. Næsta dag kom hún síðan aftur og settist að við dyrnar. Borið var í hana ýmislegt góðgæti og var gæsaskíturinn fljótlega um alla stétt. Gæsin vakti mikla athygli íbúa og starfsfólks, svo varla var vinnufriður um stund. Þrestir, Svartbakur og Maríuetlur bættust í hópinn. Þegar heimilishundurinn Stemma hitti gæsina, þá leyst henni hins vegar ekki eins vel á okkur og sást ekki aftur.

til baka

Myndir með frétt