Ný heimasíða opnuð

28.08.2012 15:30

Anna Birna Jensdóttir framkvæmdastjóri opnaði nýja heimasíðu Sóltúns í kaffisamsæti í Sóltúni í dag. Heimasíðan leysir af hólmi 11 ára gamla hönnun og er fagnaðarefni á 10 ára starfsafmæli hjúkrunarheimilisins. Síðan er þrískipt. Aðalsíðan er opin almenningi og gefur greinagóðar lýsingar á þeirri starfsemi sem hjúkrunarheimilið sinnir og þjónustunni sem í boði er. Aðbúnaði eru gerð góð skil og hugmyndafræði og stefnum hjúkrunarheimilisins. Mun meiri gagnvirkni er til staðar og geta áhugasamir sent inn fyrirspurnir, skráð sig á póstlista og svarað könnunum. Innri vefir eru annars vegar ætlaðir íbúum og ættingjum þeirra og hins vegar starfsfólki. Þeir eru notendastýrðir. Kröfulýsingu fyrir tilboðsgerð í heimasíðuna með starfsfólki Sóltúns vann Sjá ehf., og grafísk hönnun var í umsjón Potrhönnunar ehf. Tilboði frá Advania var tekið og er notast við vefumsjónarkerfið Lisu.

til baka