Golfmótið tókst vel

Árlegt golfmót starfsmannafélagsins STALDAR var haldið á golfvelli Kjalar í Mosfellsbæ þann 14.ágúst síðastliðinn í ágætu veðri. Í upphafi móts var hressilegur vindur en þegar á leið varð bæði logn og hiti. Veðurguðrinir hafa alltaf verið hliðhollir okkur svona eins og þegar við höfum grillað hér í Sóltúni. Mótsfyrirkomulagið var punktakeppni með forgjöf.
Árlegt golfmót starfsmannafélagsins STALDAR var haldið á golfvelli Kjalar í Mosfellsbæ þann 14.ágúst síðastliðinn í ágætu veðri. Í upphafi móts var hressilegur vindur en þegar á leið varð bæði logn og hiti. Veðurguðrinir hafa alltaf verið hliðhollir okkur svona eins og þegar við höfum grillað hér í Sóltúni. Mótsfyrirkomulagið var punktakeppni með forgjöf. Mótið er fyrir starfsmenn, stjórn og fjölskyldur þeirra. Spilað var um starfsmannabikarinn, gullsleginn farandbikar og glæsileg verðlaun sem velunnarar Sóltúns gáfu. Við þökkum öllum þeim velunnurum sem styrktu okkur með margvíslegum gjöfum. Í ár var hörð keppni einsog endranær en í 1.sæti var Oddur Þór Unnsteinsson, í 2.sæti var Sigurður Jón Jónsson og í 3. sæti var Kári Þór Guðmundsson. Guðrún Björg Guðmundsdóttir hjúkrunarstjóri á 3. hæð var með hæsta skor starfsmanns og vann farandbikar Sóltúns. Nándarverðlaun voru veitt fyrir högg næst holu á par 3 brautum og voru þau Kári Þór Guðmundsson, Gísli Sváfnisson og Víglundur Þorsteinsson næst holu. Að lokum voru dregin út skorkort. Allir fóru sáttir heim þó svo skorið hefði mátt vera örlítið betra.
til baka