Hattaboð í gróðurskálanum
13.07.2012 11:30Hópur hressra kvenna hittist alltaf á föstudögum og skemmtir sér saman. Gjarnan er mætt með fallegan hatt og drukkið kaffi úr glæsilegum sparibollum. Í blíðskaparveðrinu í sumar var oftar en ekki komið saman í gróðurskálanum.