Góð mæting var í Kvennahlaupinu í Sóltúns

Almenn og góð þátttaka var í árlegu Kvennahlaupi ÍSÍ sem fram fór í Sóltúni þriðjudaginn 12.júní. Aðalbjörg Íris Ólafsdóttir sjúkraþjálfari ræsti hlaupið kl.11.Um 70 manns fóru fylktu liði hinn hefðbundna hring í kringum heimilið.
Almenn og góð þátttaka var í árlegu Kvennahlaupi ÍSÍ sem fram fór í Sóltúni þriðjudaginn 12.júní. Aðalbjörg Íris Ólafsdóttir sjúkraþjálfari ræsti hlaupið kl.11.Um 70 manns fóru fylktu liði hinn hefðbundna hring í kringum heimilið. Margir þátttakenda nýttu sér möguleikan á að kaupa bol átaksins sem var rauður þetta árið. Starfsfólk eldhússins grillaði síðan pylsur í tilefni dagsins. Ólafur Ólafsson harmonikkuleikari kom og lék létt lög og stóð fyrir almennum söng og kórónaði góðan morgun með því að fara á milli setustofa og spila ljúfa tónlist undir matnum.
til baka