Dúfa í heimsókn

10.06.2012 11:40

Aðfaranótt laugardagsins 9.júni kom óvæntur gestur í heimsókn á 2 hæð Sóltúns. Hvít falleg dúfa kom og settist á svalirnar og gerði sér dátt við næturvaktina. Seinna þegar verið var að lofta út kom hún aftur og beint inn í borðstofuna. Þar gerði hún sig heimakomna og auðvitað var tekið vel á móti henni og fékk hún brauðbita áður en hún flaug aftur á vit ævintýranna.

 Seinna þegar verið var að lofta út kom hún aftur og beint inn í borðstofuna. Þar gerði hún sig heimakomna og auðvitað var tekið vel á móti henni og fékk hún brauðbita áður en hún flaug aftur á vit ævintýranna.

til baka