Úttekt Embættis landlæknis á starfsemi Sóltúns
08.05.2012 10:39Í janúar 2012 gerði Embætti landlæknis úttekt á hjúkrunarheimilinu Sóltúni. Fyrir úttektina var leitað eftir ákveðnum upplýsingum frá framkvæmdastjórn heimilisins um þætti er varða þjónustu, húsnæði og aðbúnað, mannauðsmál, gæðamál, lyfjamál, skráningu, atvik og öryggismál. Athugað var hvort kvartanir hefðu borist embættinu varðandi þjónustu heimilisins á undanförnum árum en það reyndist ekki vera. Þá voru niðurstöður úr RAI mati skoðaðar. Tveir starfsmenn embættisins komu í úttektarheimsókn og funduðu með stjórnendum heimsilisins og fóru yfir ýmis gögn sem tengdust úttektinni. Samantekt úr skýrslunni: Mönnun. Mönnun fagfólks við hjúkrun/umönnun í Sóltúni er í góðu lagi en þó mætti að sögn framkvæmdastjórnar fjölga aðstoðarfólki og sjálfboðaliðum, sérstaklega á kvöldin og um helgar. Flutningur íbúa á heimilið. Verklag við inntöku íbúa á heimilið er í góðu lagi en um það bil 90% íbúa koma frá Landspítalanum. Þjálfun/virkni og sálgæsla. Í góðu lagi. Fæði og mötuneyti. Í góðu lagi. Öryggi og eftirlit. Í góðu lagi og áhersla lögð á öryggi íbúa. Gæðastarf Í mjög góðu lagi og vel skipulagt. Atvik /kvartanir. Atvik eru skráð á þar til gert eyðublað, NOMESKO, í rafræna sjúkraskrá Sögu. Sjúkraskrár Vel skipulagðar á rafrænu formi og í góðu lagi. Hjúkrunarskrár Hjúkrunarskráning, svo sem hjúkrunargreiningar, tillögur um meðferð og framvindumat er í rafrænni sjúkraskrá Sögu og er til fyrirmyndar. RAI skráning Í góðu lagi og vel fylgst með niðurstöðum sem eru nýttar meðal annars til að auka gæði þjónustunnar. Lyfjamál Í góðu lagi. Lyfjafyrirmæli eru ávallt gefin af lækni og lyf ekki gefin án fyrirmæla nema ef um vægari verkjalyf og þess háttar er að ræða. Lyfjaþjónusta Sóltúns er útvistuð með samþykki Lyfjastofnunar. Almennt um hjúkrunarheimilið Sóltún Augljóst er að starfsfólk lætur sér annt um vellíðan og velferð íbúanna í Sóltúni og metnaður er fyrir hendi til að gera vel. Hugmyndafræði, markmið, gildi, stefna og stefnukort er aðgengileg á heimasíðu Sóltúns. Almennt um húsnæði og aðstöðu Húsnæði Sóltúns er í góðu standi og vel við haldið. Allir íbúar heimilisins búa í einbýlum með sér salerni og sturtu. Sameiginlegar vistarverur eru vel útbúnar, hlýlegar og smekklegar. Embætti landlæknis þakkar fyrir góða samvinnu við gerð úttektarinnar.
til baka