Fimm stjörnur *****. Viðurkenning frá Samtökum Tékkneskra hjúkrunarheimila

05.05.2012 10:44

Óháðir aðilar gerðu gæðaúttekt á starfsemi heimilisins 2011. Þeir voru frá Samtökum Tékkneskra hjúkrunarheimila. Sóltún fékk niðurstöður gæðamats á starfsemi heimilisins í september 2011. Sóltún náði 886 stigum af 900 sem hefði gefið 5 stjörnur og er hæsta stigagjöf sem hægt er að ná. Í hjúkrunar-þættinum skoraði hjúkrunarheimilið 5 stjörnur, en lítilsháttar breytingar þurfti til að ná fimmtu stjörnunni í þremur þáttum varðandi húsnæði, samskipti og fæði. Óskaði Sóltún eftir endurmati í janúar 2012, þar sem talið var að ávinningur til að ná yfir 900 stigum hefði náðst. Niðurstaðan var að Sóltún skoraði 930 stig og náði þar með 5 stjörnum í heildina. Helstu viðbætur fólust í að fjölbreytni í fæðuvali var aukið, plöntum var fjölgað í húsinu, 7 ný ábendingabox voru sett upp, húsfundir voru haldnir á 6 stöðum í aðdraganda íbúaþingsins og samskipti stjórnenda og íbúa elfd.

til baka