Vel heppnuð vorgleði

26.04.2012 11:30

Íbúar,ættingjar þeirra og starfsfólk áttu ánægjulega stund á vorfagnaði Sóltúns, samtals 200 manns.Fagnaðurinn hófst með hátíðakvöldverði þar sem Sóltúnseldhúsið framreiddi steikt lambalæri, brúnaðar kartöflur, rauðkál, grænar baunir, salat og brúna sósu að hætti mömmu og ananasfromage í eftirrétt.Fólk sótti síðan tónleika í samkomusal þar sem Andrea Gylfadóttir söng vinsælar vorvísur og kunna alþýðusöngva við undirleik Jóns Rafnssonar bassaleikara og Björns Thoroddsens sem spilaði á gítar.Fylltu þau huga áheyrenda um hlýjan sunnanblæ og þýða vorvinda með sól í heiði

til baka