Snyrtistofan Fabulous og kleinubakstur
09.03.2012 10:31Snyrtistofan Fabulous starfar á 2.hæðinni alla fimmtudaga en þá fá íbúar sem vilja handsnyrtingu, handanudd, hárgreiðslu og annað dekur í boði starfsfólks.Í baksýn má sjá þann hluta íbúa sem taka á í liðkandi æfingum undir góðri stjórn Halldóru K.Þórðardóttur. Notaleg tónlist hljómar að sjálfsögðu á meðan, öllum til ánægju og yndisauka.Karítas Jónsdóttir aðstandandi,kom með kleinudeig að heiman í morgun.Deigið var flatt og skorið út með dyggri aðstoð íbúa.Kleinurnar gerðu mikla lukku enda afbragðsgóðar.
til baka