Verðlaunaafhending í innanhússkeppni Lífshlaupsins
02.03.2012 10:29Starfsfólk Sóltúns tók þátt í Lífshlaupinu núna í febrúar, líkt og undanfarin ár.Lífshlaupið er landskeppni í hreyfingu og fer fram á vegum ÍSÍ.Markmið keppninnar er að hvetja fólk til að gera hreyfingu að hluta að sínu daglega lífi.Af 200 manna heildarstarfsmannafjölda Sóltúns tóku 75 manns þátt í 10 liðum.Keppt var bæði við önnur fyrirtæki og innan húss, annars vegar um fjölda daga og hins vegar um fjölda mínútna varið í hreyfingu.Í okkar stærðarflokki fyrirtækja kepptu 27 lið og varð Sóltún í 5. sæti varðandi mínútur og í 6.sæti varðandi daga.Í innanhússkeppninni er keppt um farandbikara sem efstu liðin í hvorum flokk fá.Í ár fara báðir bikararnir á 1.hæð. Ljóskurnar sem eru starfsfólk á 1.hæð BC unnu fjölda mínútna og Heiðurnar sem starfa á 1.hæð DE unnu fjölda daga.Vinningshafar fengu göngumæli í verðlaun sem keyptir voru hjá Göngum saman styrktarhópi krabbameinsrannsókna kvenna.Liðin brugðu á leik við verðlaunaafhendinguna.
til baka