Handverkshópastarf í Sóltúni

20.02.2012 10:30

Markmið hópanna er að mæta þörfum íbúa Sóltúns á að taka virkan þátt í fjölbreyttri iðju til að viðhalda færni, veita tækifæri til að takast á við ný eða gömul hlutverk, upplifa sigra og ánægjulegar stundir í félagsskap við aðra íbúa og samstarfsfólk.Í hópum er boðið upp á handverk af ýmsu tagi sem aðlagað hefur verið að færni og áhuga íbúa. Það sem helst hefur vakið áhuga er málun á tau, pappír, gler, silki, keramik og tré. Einnig smíða/fullklára ýmsa trémuni eða sauma hluti sem hafa notagildi fyrir íbúa, aðstandendur, Sóltúnsheimilið eða árlega jólasölu.Þeir íbúar sem ekki hafa færni/áhuga á handverki en njóta félagslegrar samveru eru einnig velkomnir.

til baka