Þorrablótið heppnaðist vel

02.02.2012 10:35

Þorrablót Sóltúns heppnaðist vel.Þorrablótinu stjórnaði Júlíana Sigurveig Guðjónsdóttir hjúkrunarstjóri sem var uppáklædd íslenska þjóðbúningnum. Jón Jóhannsson djákni fór með Minni kvenna og Hrafnhildur Sigurðardóttir með Minni karla og gamanmál. Íbúar buðu með sér ættingum sínum til þorrablótsins og voru yfir 170 manns í kvöldmat.Ólafur B. Ólafsson lék á harmonikku og píanó og stjórnaði fjöldasöng.

til baka