Upplestur sögu og úr dagblöðum vinsælar hjá íbúum

15.01.2012 10:35

Markmiðið er að auka lífsgæði og gefa áhugasömum íbúum Sóltúns færi á að hlýða á upplestur ritverka sem þau hafa áhuga á, hittast yfir sameiginlegu áhugamáli og ræða um efnistök, upplifa jákvæðar tilfinningar og sjálfsmynd og skipta um umhverfi og hitta aðra íbúa.Þátttakendur eru íbúar Sóltúns og starfsfólk iðjuþjálfunar, sem hittast á mánudögum kl.11 í sal iðjuþjálfunar. Flestir þátttakenda koma frá 2.og 3.hæð, en íbúar 1.hæðar hafa völ á að hlýða á upplestur framhaldssögu hvern virkan formiddag á sambýlum sínum (djákni les). Starfsfólk iðjuþjálfunar les upphátt úr ritverkum sem þátttakendur eru oftast með í að velja. Íbúar deila skoðunum sínum um efnistök og er upplifun óspart látin í ljós. Þeir eru ánægðir með þessa tíma og gagnrýna helst að ekki skuli vera fleiri upplestrartímar á viku. Að auki er haldin morgunstund á sambýlum 2.og 3.hæðar á miðvikudagsmorgnum. Þá eru oft lesnar valdar greinar úr dagblöðum og leitast við að virkja frásagnargetu íbúa og efla þátttöku þeirra í umræðu um efnið. Hér gefst tækifæri til raunveruleikaglöggvunar, hvaða dagur er, hvernig viðrar, hvað í vændum sé í Sóltúni og hvað helst er í fréttum í samfélaginu nær og fjær. Hildur Þráinsdóttir iðjuþjálfi

til baka