Hátíðarguðþjónusta í tilefni af 10 ára afmælinu

08.01.2012 10:36

Í tilefni af 10 ára starfsafmæli Sóltúns var hátíðarguðsþjónusta 8. janúar.Íbúar, starfsfólk og gestir fjölmenntu og tóku þátt í messunni með biskupi Íslands, prófasti og héraðspresti Reykjavíkurprófastsdæmis vestra auk djákna heimilisins Jóni Jóhannssyni.Allt frá upphafi hefur verið trúarleg þjónusta á heimilinu sem hefur falið í sér helgihald, sálgæslu, samfylgd með íbúum, aðstandendum og starfsfólki. Sóltún hefur þróað trúarlegu þjónustu sína og þegar heimilið opnaði voru þrír djáknar kallaðir til starfa, hver og einn í 50% stöðugildi. Hugmyndin var að einn djákni væri á hverri hæð með tvær deildir. Þannig var skipulagið í nokkur ár en nú er einn djákni þar í fullu starfi. Boðið hefur verið upp á sérstaka stuðningshópa fyrir aðstandendur á vegum hjúkrunarfræðinga og djákna Sóltúns. Prestþjónusta er sótt til sóknarprests Laugarnessóknar og boðið er upp á guðþjónustur reglulega í samkomusal heimilisins.

til baka