Íbúa og vinaráðið heiðrað á 10 ára afmælinu

07.01.2012 10:36

Stjórn Sóltúns bauð íbúum og starfsfólki til móttöku í Sóltúni laugardaginn 7.janúar. Með þeim samglöddust gestir frá Velferðarráðuneyti, Landlæknisembætti,Landspítala og frá öðrum hjúkrunarheimilum. Til móttökunnar mættu um 230 manns. Tríóið Guitar Islancio lék ljúfa tónlist og sýndar voru svipmyndir frá daglega lífinu í Sóltúni. Ávörp fluttu þau Þórir Kjartansson stjórnarformaður og Anna Birna Jensdóttir framkvæmdastjóri. Dagskránni var sjónvarpað um húsið og fór veislan fram í samkomusal og öllum setustofum. Veitingar komu frá veisluþjónustu Múlakaffis. Íbúa– og vinaráðið Sóltúns var heiðrað fyrir ómetanlegt starf síðastliðin 10 ár.

til baka