Sóltún fagnar 10 ára starfsafmæli þann 7. janúar

03.01.2012 10:37

Laugardaginn 7. janúar fagnar hjúkrunarheimilið 10 ára starfsafmæli sínu en fyrsti íbúinn flutti inn á heimilið þann dag árið 2002.Starfið hefur verið farsælt og hefur þjónustan við íbúana verið í öndvegi, ásamt því að gera heimilið að aðlaðandi starfsvettvangi. Allt uppbyggingarstarf hefur miðað að vellíðan íbúa, þróun hjúkrunar og annarrar þjónustu og fjölmörg nýsköpunarverkefni hafa verið unnin, sem litið hefur verið til. Sóltún þakkar árangur sinn frábæru starfsfólki sínu og sterkum stoðum.

til baka