Vel heppnuð árshátíð hjá STÖLD

30.10.2011 10:38

Starfsfólk og makar þeirra skemmtu sér vel á árshátíð starfsmannafélagsins sem haldin var á Hótel Natura þann 29.október síðastliðinn. Glæsilegur kvöldverður var framreiddur af starfsfólki hótelsins og umgjörð öll hin besta.Veislustjórinn Stefán Helgi Stefánsson söngvari fór á kostum ásamt þeim Ólafi B. Ólafsyni og Ingibjörgu Aldísi Ólafsdóttur sópran. Einnig var boðið upp á heimatilbúið skemmtiatriði. Helgi Már Hannesson sá um að velja danstónlist af mikilli snilld.Happadrættisvinningarnir slógu í gegn. Starfsfólk á 2.hæð Sóltúns sá um alla skipulagningu og framkvæmd með miklum sóma.

til baka