Íslenskir þemadagar 10-14. október
07.10.2011 15:35Þemavikur eru vinsælar í Sóltúni. Þær létta lund og eru hin besta skemmtun fyrir íbúa, ættingja þeirra og starfsfólk. Í vor voru tékkneskir dagar, franskir dagar voru í október 2010 og fjölmenningarvika og gleði og hamingjuvika voru 2009. Árið 2008 voru írskir dagar og norsk þemavika var 2007. Færeyskir dagar og breskir dagar voru 2006, danskir dagar 2005 og amerískir árið2004. Nú verður landið okkar Ísland í aðalhlutverki.Þegar þemadagar eru þá er matseðill skipulagður í samræmi við þemað og húsið skreytt. Haldnir eru lista– og menningarviðburðir og veislur.
til baka