Sóltúni fékk **** tékknesku gæðamati
23.09.2011 15:22Stjórnendahópur frá Sóltúni fékk niðurstöður tékknesks gæðamats á starfsemi heimilisins á fundi í Tékklandi 20/9 2011. Sóltún náði 886 stigum af 900 sem hefði gefið 5 stjörnur og er hæsta stigagjöf sem hægt er að ná. Í hjúkrunarþættinum skoraði hjúkrunarheimilið 5 stjörnur, en lítilsháttar breytingar þarf til að ná fimmtu stjörnunni í þremur þáttum varðandi húsnæði, samskipti og fæði. Á myndinni er Petr Krcál ráðherra velferðamála í Vysocina Region, Anna Birna Jensdóttir, Hildur Þráinsdóttir, Marta Jónsdóttir, Júlíana Sigurveig Guðjónsdóttir og Guðrún Björg Guðmundsdóttir frá Sóltúni, Hrönn Ljótsdóttir frá Hrafnistu Boðaþingi og starfsmaður ráðuneytisins.
til baka