Málverkagjöf í minningu Jónasínu Jónsdóttur

23.08.2011 15:34

Jónasína Jónsdóttir eiginkona Geirs Þórðarson sem búsett var í Sóltúni síðustu ár ævi sinnar hefði orðið 85 ára 23.ágúst 2011. Af því tilefni færði Geir og synir hans Sóltúni 16 málverk í þakklætisskyni fyrir afar góða umönnun.Sóltún færir þeim kærar þakkir fyrir hlýjan hug til starfseminnar og munu málverkin prýða veggi heimilisins til ánægju fyrir íbúa, ættingja þeirra og starfsfólk.

til baka