Gæði á hjúkrunarheimilum

11.08.2011 15:00

Notast er við skilgreinda gæðavísa til að meta árangur hjúkrunar á hjúkrunarheimilum. Gæðavísar gefa starfsfólki og stjórnendum vísbendingar um það sem vel er gert og það sem betur má fara. Í Sóltúni er vakað yfir niðurstöðum gæðavísa og fjölmörg gæðateymi eru að störfum. Má þar nefna; byltuteymi, næringarteymi, sárateymi, þunglyndisteymi, teymi til varnar hvers kyns höftum, líknarteymi, verkjateymi og þvaglekateymi. Jafnframt eru starfandi sýkingavarnanefnd,fræðslunefnd, einkavarnanefnd, umhverfisnefnd o.s.frv. Landlæknisembættið á samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu að hafa eftirlitmeð og tryggja gæði þjónustunnar. Töluverð umræða hefur verið í fjölmiðlum um flokkun hjúkrunarheimila í góð, meðal og léleg hjúkrunarheimili, skv. skýrslu Ingibjargar Hjaltadóttur doktorsnema í hjúkrunarfræði.Landlæknisembættið hefur nýlega komið því á framfæri við Sóltún að Sóltún hafnaði í flokknum Góð heimili í skýrslu Ingibjargar frá 2009.Stefnt er að samskonar úttekt hjá Landlæknisembættinu í lok þessa árs.

til baka